Frétt
Foringjafiskur er það sem koma skal
Mikil framtíð er talin vera í eldi á svokölluðum foringjafiski eða cobia eins og tegund þessi nefndist á enskri tungu. Í Bandaríkjunum telja eldismenn að foringjafiskurinn geti orðið það sem þeir kalla næsta ,,kjúkling hafsins en með því er átt við fisk sem keppt getur við ódýrt fiðurfé í kæliborðum matvöruverslana.
Fram kemur í IntraFish að tvö bandarísk fyrirtæki, MariCai i Maine og Blue Ridge Aquaculture í Virginíu hyggist verja um 30 milljón bandaríkjadölum til þess að byggja upp eldi á foringjafiski. Saman standa fyrirtækin að eldisverkefninu Virginia Cobia Farms LLC en markmiðið er að framleiða 500 tonn af foringjafiski á ári til að byrja með. Ætlunin er að ala fiskinn innandyra en fram að þessu hefur eldi á foringjafiski einskorðast við lönd þar sem aðgangur er að ódýru, heitu vatni.
Blue Ridge er stærsti framleiðandinn á beitarfiski (tilapia) í Bandaríkjunum sem er með framleiðsluna innan dyra. MariCal er líftæknifyrirtæki og mun það m.a. sjá eldisstöðinni í Virginíu fyrir búnaði til hreinsunar á vatni og til fóðrunar á eldisfisknum, að því er fram kemur á vef Fiskifrétta.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér