Freisting
Vill byggja hús undir Subway á Ísafirði
Íslenska eignarfélagið ehf., hefur sótt um lóðina að Hafnarstræti 17 á Ísafirði en áætlað er að reist verði hús sem mun meðal annars hýsa veitingastaðinn Subway. Skúli Sigþórsson, eigandi Subway, kom til Ísafjarðar fyrir stuttu og var að leita að stað til þess að byggja á og datt niður á þessa lóð.
Að vísu hafði verið sótt um hana áður en það kvisaðist út að sá sem hafði sótt um hana ætlaði ekki að nota hana. Hann ákvað því að sækja um með þeim fyrirvara að lóðinni yrði skilað, segir Hallvarður Aspelund sem sótti um fyrir hönd félagsins. Mikill áhugi er fyrir því að veitingastaðurinn verði opnaður á Ísafirði að sögn Hallvarðar.
Skúli hefur hug á að byggja hús fyrir staðinn en hann hefur fengið svo miklar fyrirspurnir og óskir um að Subway verði opnaður á Ísafirði og þá sérstaklega frá yngra fólki. Umhverfisnefnd tók umsókn Íslenska eignarfélagsins fyrir á fundi á miðvikudag, en hún benti á að umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og lagði til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað
Húsið sem stóð við Hafnarstræti 17 var rifið í ágúst í fyrra, en það hafði löngum sett sterkan svip á Eyrina. Nú stendur yfir bygging verslunar- og íbúðarhúsnæðis við Hafnarstræti 19, en þar við hliðina er verslunarhúsið Neisti sem var reist fyrir nokkrum árum síðan.
Greint frá á vestfirska fréttamiðlinum bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





