Pistlar
Ávarp nýs formanns Freistingar
Kæru kollegar, um leið og ég ætla að þakka Smára V. Sæbjörnssyni kærlega fyrir gríðarlega öflugt og óeigingjarnt starf í þágu Freistingar í formannstíð sinni vil ég þakka honum fyrir það sem hann og Freistingarmeðlimir hafa gert fyrir bransann á Íslandi, nú í meira en áratug. Freisting hefur haldið úti gríðarlega öflugri heimasíðu og hefur Smári staðið vaktina við eldavélina og tölvuna öll þessi ár án þess að blikna.
Nú þegar ég tek við starfi Smára geri ég mér grein fyrir að það er stórt skarð sem þarf að fylla, þess vegna ætlar Smári að sjálfsögðu að fylgja mér áfram í stjórn Freistingar og sem helsti umsjónarmaður heimasíðu okkar. Heimsíðan er okkar stærsta akkeri og verðum við félagsmenn að gefa enn meira af okkur en hingað til í að halda síðunni enn öflugri en fyrr. Núna eru miklar hræringar í bransanum og því mikið um fréttir og mannaskipti, um þetta er alveg sjálfsagt að skrifa á jákvæðum nótum, rétt eins og allt annað sem Freisting fjallar um.
Framtíð Freistingar er gríðarlega björt og skemmtilegt félagsstarf framundan með allskyns uppátækjum, þar má helst nefna árshátið okkar sem stefnt er á að halda í lok apríl. Skipað hefur verið í árshátiðarnefnd sem á að skila tillögum á næsta fundi, Snæfellsnes og Akureyri voru nefnd þar helst sem staðir fyrir árshátíðina. Talið er að akureyringar séu loksins búnir að jafna sig eftir ZOOLANDER- ferðina frægu.
Næsti fundur er áætlaður 3. apríl n.k. á nýjum Red Chili við Pósthússtræti, og óskum við Freistingarmenn þeim félögum Helga og Þresti kærlega til hamingju með nýja staðinn. Einnig hefur verið skipað í nokkrar nefndir þar sem á að skipuleggja eitt og annað eins og boltakvöld, kajaknámskeið, sleðaferðir, golfmót, vorfagnað, veiðferð og vettvangsferðir af öllu tagi. Og nú hefur verið staðfest að Krabbameinsfélagið vill halda áfram samstarfi sínu við Freistingu eftir gríðarlega árangursríka söfnun í sambandi við Bleika borðið í haust.
Þrír nýir meðlimir voru teknir inn og vitað er um fjölmarga sem komust ekki á þennan fund, en ætla að koma næst. Nýtt skipulag á stjórn var ákveðið þar sem Ung Freistingu er boðið að taka sæti í stjórn og þannig efla og þétta félagsskapinn. Ung Freisting hefur unnið gífurlega vel að eigin vegsemd og virðingu og ber þar helst að nefna frábæra kynningu í Smáralind á dögunum
Með þessum framtíðaráætlunum vilja Freistingarmeðlimir ungir sem aldnir, nýir sem gamlir undirstrika þá jákvæðni sem ríkir í klúbbnum um allt félagsstarf tengt bransanum beint sem óbeint um leið og við tökum vel á móti öllum nýjum umsóknum í klúbbinn.
Með kærri þökk fyrir veittan stuðning á síðasta fundi og tilhlökkun um starfið framundan,
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
[email protected]
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka