Freisting
Athugar lækkun vörugjalds
Nefnd, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skipaði eftir áramótin til þess að móta tillögur um lækkun matvöruverðs, hefur haldið tvo fundi. Hann vonast til þess að nefndin skili niðurstöðum fyrir haustið.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðu um matvöruverð utan dagskrár á Alþingi í gær. Hún sagði meðal annars að matvöruverð væri enn um 40 prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og kannanir hefðu sýnt. Verð færi lækkandi í öllum vöruflokkum nema í matvöru. Málið væri ekki einfalt en allir vísuðu ábyrgð á háu vöruverði frá sér.
Fram kom einnig í máli Halldórs að vörugjald á matvöru skekkti samkeppnisstöðu. Það þyrfti að lækka en ekki væri ljóst hvernig það skilaði sér í matvöruverðinu. Hann gat einnig um matarskattinn en taldi vafa undirorpið að lækkun hans skilaði sér einvörðungu í vasa neytenda.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að lækkun matvöruverðs væri ekki ofarlega á forgangslista stjórnvalda og eina úrræði þeirra væri að setja málið í nefnd.
Halldór benti á að þótt matvöruverð væri hærra hérlendis en í löndum Suður-Evrópu væri það lægra hlutfall af tekjum íslenskra heimila.
greint frá á visir.is
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro