Freisting
Landslið Klúbbs matreiðslumeistara með silfur í heita og kalda

Bikarkeppni matreiðslumanna í Basel lauk í kvöld, íslenska liðið náði silfri í bæði heita og kalda matnum. Þykir þetta góður árangur þar sem verið er að keppa á milli sterkustu liða í heimi. Lið Singapore varð þó efst í þessari keppni, en þeir voru bestir í kalda borðinu, en í þriðja sæti í því heita, en þar voru Kanada menn í fyrsta sæti og þeir urðu í öðru sæti í heildarkeppninni.
Nú mun liðið hefjast handan við að búa sig undir næstu keppni sem líklega verður heimsmeistarakeppnin í Luxemburg að ári, en í milli tíðinni verður matreiðslumaður ársins og Norðurlandakeppnin í tengslum við Matur 2006, sem haldin verður í Fífunni í Kópavogi í mars 2006.
Landsliðið er að vonum þreytt eftir vökur síðustu sólarhringa og óvæntar uppákomur sem sett hafa strik í reikninginn með undirbúning á keppnissvæðinu, en allt fór þó vel að lokum, þó margir hefðu séð fyrir sér betri niðurstöðu, því vel tókst til með heita matinn og kalda borðið hefur sjaldan litið betur út. Þess skal þó geta að nær allir dómararnir í þessari keppni eru þýskumælandi og engin þeirra er frá Norðurlöndum eða enskumælandi löndum, þó tveir þeirra dæmdu fyrir hönd BNA og Kanada.
Jón Svavarsson, Basel, Sviss.
Skoðið myndir frá keppninni hér
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





