Neminn
Vel heppnað Námsskeið
UngFreisting fór á dögunum á vínnámskeið sem bar titilinn matur og vín hjá Eðalvín en fyrirlesarinn var Dominique Pledel Jónsson en hún kemur frá Frakklandi en hefur búið hér á landi í mörg ár. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta námskeið til að geta valið vín með mat eða mat með víni.
Námskeiðið byrjaði á því að tala um hvernig á að smakka vín og hvað á ekki að gera þegar vín er smakkað svo sem vera ný búin(n) að reykja, drekka kaffi, tyggjógúmmí og passa of notkun ilmvatns, en þetta getur allt haft áhrif á lyktarskyn og bragðlaukana og skemmt hið rétta bragð í víninu. En hreinsa má bragðlaukana með staupi af hvítvíni. Því næst var talað um hvernig vín hefur áhrif á mat og matur áhrif á vín. Svo sem bara það eitt að saltmagn í mat getur haft áhrif á vínið, sítrus og balsamico hafa mjög góð áhrif á sýruhátt vín, þá getur matur líka haft slæm áhrif á vín svo sem hráir tómatar, hrár spergill og egg. Þá henta vínber ekki með rauðvíni, en samt er alltaf vínber með ostabakkanum og er nú oftast rauðvín þar á ferð. Betra er að hafa perur, papriku eða jafnvel konfekt með ostunum, allavega ekki sæta ávexti.
Vín er lifandi og þarf því að passa hitastig í geymslum og að vín sé ekki mikið á hreyfingu. Botnfall í víni er ekki galli, í gömlum vínum er botnfall gæðamerki. Vín þarf að anda og þess vegna líta glösin út einsog þau gera, einnig er víni umhellt til að láta það anda. En umhelling á meira við um gömul vín. Einnig má opna flöskuna 1klst áður en neysla hefst. Eða einfaldlega þyrla víninu um glasið. Við það þá eykst lykt og bragð breytist oftast aðeins, þá er vínið að þroskast.
Þetta er aðeins lítið brot af því sem námskeiðið innihélt. En ég mæli með því að þeir sem hafa einhvern áhuga á að vita meira um vín að kíkja á svona námskeið. Þetta getur verið mjög góð kvöldstund í góðra vina hópi.
En ég vil þakka Dominique kærlega fyrir skemmtilegt og fræðandi námsskeið.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024