Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Aldrei sótt um veitingaleyfi í Þrastalundi

Birting:

þann

thrastalundur_04092013

Sýslumaðurinn á Selfossi lokaði veitingastaðnum í Þrastalundi í Grímsnesi um helgina. Ástæðan er sú að rekstraraðilar staðarins höfðu aldrei sótt um leyfi, en greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafði staðurinn verið opinn frá því um miðjan júní.

„Við reynum vissulega að liðka til ef eitthvað vantar upp á hjá rekstraraðilum til að fullnægja leyfum en í þessu tiltekna tilviki hafði einfaldlega ekki verið sótt um leyfi,“

….segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Hann segir að mikilvægt sé að bregðast við ef upp komi að leyfisskyld starfsemi sé rekin án tilskilinna leyfa.

 

Samsett mynd: Skjáskot af frétt í Fréttablaðinu og mynd af dfs.is

/Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið