Smári Valtýr Sæbjörnsson
Aldrei sótt um veitingaleyfi í Þrastalundi
Sýslumaðurinn á Selfossi lokaði veitingastaðnum í Þrastalundi í Grímsnesi um helgina. Ástæðan er sú að rekstraraðilar staðarins höfðu aldrei sótt um leyfi, en greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafði staðurinn verið opinn frá því um miðjan júní.
„Við reynum vissulega að liðka til ef eitthvað vantar upp á hjá rekstraraðilum til að fullnægja leyfum en í þessu tiltekna tilviki hafði einfaldlega ekki verið sótt um leyfi,“
….segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Hann segir að mikilvægt sé að bregðast við ef upp komi að leyfisskyld starfsemi sé rekin án tilskilinna leyfa.
Samsett mynd: Skjáskot af frétt í Fréttablaðinu og mynd af dfs.is
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla