Keppni
Ólympíuleikarnir í matreiðslu: Keppnin er hafin – Myndir

Maria Shramko Kokkalandsliðskona er töframaður í höndunum. Hún kom til Erfurt beint frá Frakklandi og lagði lokahönd á sykurlistaverkið sem skreytti kalda borðið. Hér til hægri við listaverkið eru þau Atli Þór Erlendsson, Ylfa Helgadóttir, Þráinn Freyr Vigfússon faglegur framkvæmdastjóri liðsins og Jakob Magnússon dómari.
Það var spenna í loftinu hjá Kokkalandsliðinu þegar kalda borðið „Culinary Art“ í Ólympíuleikunum í matreiðslu var sett upp í keppnishöllinni í Erfurt í þýskalandi klukkan 07:00 í morgun á íslenskum tíma og er mikill léttir hjá liðinu að kalda borðið sé komið upp.
Fleira tengt efni: Kokkalandsliðið
Meðfylgjandi myndir eru frá því í morgun þegar Kokkalandsliðið stillti upp kalda borðinu í keppnishöllinni.
Nú tekur við undirbúningur fyrir heita matinn, en Kokkalandsliðið keppir í heitum þriggja rétta kvöldverði á þriðjudaginn 25. október næstkomandi.
Myndir: Stefanía Ingvarsdóttir

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun