Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Villibráðarhlaðborð villta kokksins

Birting:

þann

Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson

Hinn margrómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson, oft kallaður Villti Kokkurinn, verður með gómsætt villibráðahlaðborð á Grand Restaurant helgina 14. – 15. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð.

Sjá einnig: Án efa besta villibráðarborð landsins og Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó

Samstarf Grand Restaurant og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um villibráð.

Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978

Villibráðahlaðborðið á Grand verður bara vinsælla með hverju árinu og því betra að bóka fyrr en síðar.  Allar nánari upplýsingar er að finna á www.grand.is

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið