Smári Valtýr Sæbjörnsson
Villibráðarhlaðborð villta kokksins
Hinn margrómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson, oft kallaður Villti Kokkurinn, verður með gómsætt villibráðahlaðborð á Grand Restaurant helgina 14. – 15. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð.
Sjá einnig: Án efa besta villibráðarborð landsins og Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó
Samstarf Grand Restaurant og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um villibráð.
Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Villibráðahlaðborðið á Grand verður bara vinsælla með hverju árinu og því betra að bóka fyrr en síðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.grand.is
Mynd: aðsend

-
Keppni1 dagur síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni