Smári Valtýr Sæbjörnsson
Villibráðarhlaðborð villta kokksins
Hinn margrómaði matreiðslumeistari Úlfar Finnbjörnsson, oft kallaður Villti Kokkurinn, verður með gómsætt villibráðahlaðborð á Grand Restaurant helgina 14. – 15. október næstkomandi. Þar mun Úlfar leika lausum hala og töfra fram um 60 ómótstæðilega veislurétti matreidda úr íslenskri og erlendri úrvals villibráð.
Sjá einnig: Án efa besta villibráðarborð landsins og Villibráð á Grand hótel – Myndir og vídeó
Samstarf Grand Restaurant og Úlfars er alls ekki nýtt af nálinni en vegna vinsælda hefur hlaðborðið orðið að árlegum viðburði. Úlfar er heldur enginn nýgræðingur í þessum bransa en hann hefur rekið vinsæla veitingastaði, verið í kokkalandsliðinu, séð um sjónvarpsþætti og skrifað verðlaunabækur um villibráð.
Sjá einnig: Velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978
Villibráðahlaðborðið á Grand verður bara vinsælla með hverju árinu og því betra að bóka fyrr en síðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.grand.is
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana