Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bannað að kenna sig við konditori
Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti. Sambandið hafi orðið vart við að bakaríin hafi um nokkurt skeið notað orðið „konditori“ í atvinnurekstri sínum, sem fyrirtækjunum sé óheimilt. Samkvæmt iðnaðarlögum þarf að ljúka námi í kökugerð til þess að mega nota starfsheitið.
Neytendastofa taldi að notkun á heitinu „konditori“ í markaðssetningu gæfi með augljósum hætti til kynna að sá sem einkenni sig með heitinu hafi tilskilin réttindi til að nota heitið. Neytendastofa tók því ákvörðun um að notkun þeirra á orðinu konditori væri villandi gagnvart neytendum.
Ákvarðanirnar má finna á vef Neytendastofu á eftirfarandi vefslóðum:
Notkun Guðnabakarís á orðinu „konditori“ – Nánar
Notkun Sveinsbakarís á orðinu „konditori“ – Nánar
Notkun Okkar bakarís á orðinu „konditori“ – Nánar
Mynd: úr safni – Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati