Viðtöl, örfréttir & frumraun
Tveir kokkanemar segja sitt álit á JF
Á bloggsíðu Kokkanema í 2.bekk er hægt að lesa ýmislegt skondið, t.a.m. er hér ein færsla sem segir frá þegar tveir kokkanemar lentu í óheppilegu atriði þegar þeir segja álit sitt á Jóa Fel í heita pottinum í Laugum.
Eiki Elvis segir hér frá:
Hverju haldið þið að kallinn hafi lent í áðan. Ég skellti mér í laugina með Badda félaga mínum, sem er að læra í Perlunni, og við fórum beint í pottana. Ekki leið á löngu fyrr en við vorum farnir að spjalla við mann sem var í lauginni með syni sínum. Hann hafði heyrt að við vorum að tala um mat og spyr okkur út í matreiðslu og annað slíkt. Svo kom að henni, þessari spurningu sem flestir sem vinna í atvinnueldhúsi hafa fengið:
„Hvað finnst þér um Jóa Fel?“
Ég hef ákveðnar skoðanir á þættinum sem ég lét í ljós. Hann sést aldrei þvo á sér hendurnar, notar oft sömu brettin fyrir allt hráefni þ.e. grænmeti, kjúkling og annað kjötmeti o.s.f.v. o.s.f.v.
Þegar við vorum að fara upp úr og í sturtu þá segir Baddi:“ Þetta var þrumu ræða sem þú hélst í pottinum.“ „Hvað meinarðu?“ segi ég. „Þetta með Jóa Fel. Veistu ekki við hvern þú varst að tala?“ Ég hristi hausinn.“Þetta var Jón Axel Ólafson dagskrárstjóri Stöðvar 2 og Bylgjunar!“
Bloggsíða kokkanemana: www.blog.central.is/2bekkur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana