Nemendur & nemakeppni
Þessi fimm tóku sveinspróf í bakaraiðn – Hjartanlega velkomin í hóp fagmanna
Fimm bakaranemar þreyttu sveinspróf í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 7. og 8. maí 2013. Nemendurnir fimm voru eftirfarandi; Bjarki Sigurðsson frá Bakaranum í Hafnarfirði, Kjartan Ásbjörnsson frá Guðnabakarí á Selfossi, Rúnar Snær Jónsson Hjá Jóa Fel í Reykjavík, Natalya Harcenko frá Holtabakarí í Reykjavík og Ragnar Theódór Atlason frá Topptertum og brauð í Reykjavík.
Prófverkefnið í ár var:
Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
10 stk. Sandkökur
Blautdeig – 3 tegundir
Rúlluterta með smjörkremi
Terta að eigin vali
10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.
Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.
Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Myndir: Ólafur Jónsson
/Sigurður
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður