Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fjöreggið leitar eftir ábendingum
Þekkir þú til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði?
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ) verður haldinn í 21. sinn miðvikudaginn 16. október næstkomandi. Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins, en upplýsingar um „fjöregg“ fyrri ára má finna á heimasíðu samtakanna hér.
Allir eru hvattir til að benda á vörur eða gott framtak einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.
Tilnefningar á að senda á netfang Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, [email protected] eða á Fjöreggsnefndina fyrir 4. september næstkomandi, segir í fréttatilkynningu frá Fjöreggsnefndinni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati