Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Surly frá Minnesota mætir á Mikkeller & Friends Reykjavík

Birting:

þann

Surly-brugghúsið frá Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum

Bjóráhugafólk á Íslandi kannast eflaust vel við Surly-brugghúsið frá Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum.   Surly er þekkt nafn bjórheiminum í dag og er það eitt erlendu brugghúsanna sem heimsóttu okkur á The Annual Icelandic Beer Festival í lok febrúar.   Lengsta röðin sem myndaðist á hátíðinni var þegar hinn hávaxni Vestur-Íslendingur Jerrod Johnson frá Surly stóð við dælurnar á KEX Hostel á hátíðinni.

Surly-brugghúsið frá Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum

Brugghúsið var stofnað af þeim Omar Ansari og Todd Haug fyrir rúmum áratug síðan.  Þeir félagar kynntust í gegnum sameiginleg áhugamál sem eru bjórgerð og þungarokk.  Todd er einnig tónlistarmaður og er gítarleikari í þungarokksveitinni Powermad sem m.a. kom fram í kvikmynd David Lynch Wild at Heart sem er mörgum Íslendingum kunn.

Nöfnin á bjórunum þeirra eru oft glettileg og krassandi og má nefna bjóra á borð við Darkness, Tea Bagged Bender, Sausage Fest og Pentagram.

Surly verða með fjóra bjóra á dælum á Mikkeller & Friends Reykjavík á morgun, föstudaginn 11. mars.  Húsið opnar klukkan 14:00 og má búast við að mikilli ásókn.

Á dælum verða:

Surly Furious IPA
Surly Abrasive DIPA
Surly Cynic Saison
Surly Darkness Imperial Stout

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið