Smári Valtýr Sæbjörnsson
Humlar og hert naut – Warpigs á Mikkeller & Friends Reykjavík
Mikkeller & Friends blæs til stórveislu og upphitunar fyrir komandi Bjórhátíð Kex. Í dag föstudaginn verður glaðningur beint frá Warpigs í Kaupmannahöfn en 5 mismunandi bjórar verða á krana frá þessum vinsæla bruggpöbb. Warpigs er í eigu Mikkeller og Three Floyds og er staðsettur í gamalli kjötvinnslu í Ködbyen í Kaupmannahöfn.
Frá opnun hefur hann verið gríðarlega vinsæll og margrómaður fyrir frábæra bjóra. Einnig verður á krana splunkunýr double IPA frá Mikkeller sem heitir einfaldlega NEW IIPA. Mikkeller eru gríðarlega sáttir með þennan bjór og telja þetta vera besta IPA sem þeir hafa bruggað.
Það verður mikil humlaveisla í gangi en af 4 af 6 bjórum verða IPA bjórar. Bjórarnir sem verða á krana eru:
- Mikkeller NEW IIPA
- Warpigs Scarf Squad Hveitibjór
- Warpigs / Cigar City Apple Pie Stout (ásamt Cigar City Brewing frá Tampa)
- Warpigs Reptilian Overlord IPA
- Warpigs Booty Call IPA
- Warpigs Shaky Warrior IPA
Takmarkað magn verður svo af Warpigs snakki, en við fengum sent örugglega eitt besta Beef Jerky sem fengist hefur hérlendis.
Humlaveislan hefst á slaginu 14:00 og stendur til lokunar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný