Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikill eldur á Ritz hótelinu í París
Mikill eldur braust út á hinu sögufræga Ritz hóteli í París í morgun. Hótelið hefur verið lokað vegna framkvæmda í þrjú ár en átti að opna aftur í mars. Eldurinn er á efstu hæð hótelsins og þaki þess að sögn talsmanns slökkviliðs Parísarborgar samkvæmt frétt AFP.
Hann sagði jafnframt að enginn hefði verið inni á hótelinu þegar að eldurinn kviknaði en að hann hefði áhrif á stóran hluta þess. Reykur sást rísa upp úr húsinu sem stendur í hjarta borgarinnar, að því er fram kemur á mbl.is.
Um 60 slökkviliðsmenn á 15 slökkviliðsbílum voru sendir á staðnum eftir að tilkynnt var um eldinn klukkan 6 í morgun að staðartíma.
„Nú er mikilvægast að eldurinn dreifi sér ekki frekar,“
sagði talsmaðurinn.
Hótelið er fjórar hæðir og í eigu egypska milljarðamæringsins Mohamed Al Fayed.
Hótelið er eins og fyrr segir sögufrægt og voru fastakúnnar þess til að mynda Charlie Chaplin, Coco Chanel og Ernest Hemingway, en lítill bar á hótelinu er nefndur eftir rithöfundinum. Þá snæddu Díana prinsessa og Dodi Fayed þar kvöldið sem þau létu lífið í bílslysi árið 1997.
Mynd: skjáskot af twitter færslu BFMTV
Greint frá á mbl.is
VIDEO. Le toit du #Ritz ravagé par un incendie – Témoins BFMTV https://t.co/ZnJzFYx5KY pic.twitter.com/OgDtaWIUQJ
— BFMTV (@BFMTV) January 19, 2016
#Ritz hotel fire has been extinguished, burned 2 suites of 400 square meters @business @BloombergTV pic.twitter.com/2uPMEpGsrs
— Caroline Connan (@CarolineConnan) January 19, 2016
Fire engulfs the top floor of famous #Ritz hotel in Paris https://t.co/xoBZeHzV1m
— IBTimes UK (@IBTimesUK) January 19, 2016
#France news – Huge #Fire at #historic #Ritz #Hotel #Paris – it was due to reopen in March https://t.co/TtGcy4wNCR pic.twitter.com/CJhDWJsCqv
— Steve (@LeoMcGirr) January 19, 2016
Massive fire breaks out at the #Ritz hotel in #Paris https://t.co/OHRhcN98P5 @MailOnline
— elkay (@elkay14) January 19, 2016
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






