Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður á Ægisíðu
Enn færist meira líf í Vesturbæinn þegar nýr veitingastaður verður opnaður á Ægisíðunni í febrúar. Staðurinn nefnist Borðið og verður hann í húsnæði gömlu vídeóleigunnar á Ægisíðu 123. Einblínt verður á góðan og fallega framsettan kvöldmat til þess að grípa með sér heim.
Tvenn vinahjón standa að opnuninni og stendur staðurinn einmitt á mörkum hverfanna þeirra tveggja; Seltjarnarness og Vesturbæjar, að því er fram kemur á mbl.is.
„Við maðurinn minn vorum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í mörg ár. Síðan var málið rætt við vinahjón okkar og þau voru einmitt að hugsa það nákvæmlega sama. Að leysa þetta vandamál sem allir eiga við að etja seinnipartinn. Þ.e. hvað í ósköpunum eigum við að hafa í matinn?“ segir Rakel Eva Sævarsdóttir í samtali við mbl.is. Ásamt henni standa eiginmaður hennar Friðrik Ársælsson og vinahjón þeirra Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nadini, að opnuninni, en bæði eiga þau tvö börn.
Hjónunum fannst vöntun á stað með góðum mat til þess að grípa með heim, líkt og er að finna í mörgum borgum víða um heim. Rakel segist hafa verið fastagestur á stöðum sem þessum í Utrecht í Hollandi og Cambridge í Boston þegar þau Friðrik bjuggu þar.
Hún segir að áhersla verði einnig lögð á umbúðirnar. „Oft þegar maður fer og nær sér í flottan mat verður hann síðri þegar hann er settur í umbúðir. Við ætlum að vera með fallegar umbúðir og passa upp á þennan hluta,“ segir Rakel.
Alls konar matur úr góðu hráefni
„Þetta verður alls konar matur,“ segir Rakel spurð um matargerðina og tekur fram að þaulreyndur kokkur muni sjá um eldamennskuna. „Við ætlum ekki að sérhæfa okkur í einni matargerð eða hafa ákveðna yfirskrift. Þetta verður bara góður matur sem unninn er úr gæðahráefni,“ segir hún.
Líkt og áður segir verður einungis hægt að taka kvöldmatinn með sér heim en í hádeginu verður hægt að grípa sér kaffibolla, samlokur og fleira góðgæti. Á staðnum verður þá einnig gourmet-búð, þar sem allt frá sultum og fersku pasta upp í franska pottjárnspotta verður í boði.
„Fyrst um sinn verður þetta bara take-away staður. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni,“ segir Rakel og bætir við að framhaldið muni ráðast af eftirspurninni. „Við erum með alls konar skemmtilegar og spennandi hugmyndir fyrir reksturinn þegar hann verður kominn af stað.“
Hún sér fyrir sér að staðurinn verði nokkurs konar hverfisbúð og vonast til þess að gott og þétt samfélag myndist þar í kringum. „Við lítum á okkur sem frábæra viðbót í hverfið,“ segir Rakel.
Greint frá á mbl.is hér.
Einnig er fjallað um Borðið á visir.is hér.
Myndir: af facebook síðu Borðsins.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni19 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun