Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjóða upp á Krydd og te úr 100% náttúrulegu hráefni og engin aukaefni
Krydd og Tehúsið sem opnaði í október við Þverholt 7 í Reykjavík hefur fengið mjög góðar viðtökur. Kryddin og tein eru úr 100% náttúrulegu hráefni og engin aukaefni finnast í vörunum.
Auk þess að vera krydd og tebúð er boðið upp á súpu, gerða frá grunni úr kryddunum þeirra og heimabakað brauð til að taka með sér í hádeginu.
Á barnum eru gæða te í miklu úrvali og kaffi sem malað er á staðnum og ekki má gleyma nammibarnum sem er stútfullur af hollustu fyrir börn á öllum aldri. Kærkomin búð sem vert er að kíkja á.
Á meðal ummæla viðskiptavina:
Dásamleg búð sem gaman er að koma í og vinalegt viðmót sem mætir manni – og svo er hægt að lykta af og smakka allt sem mér finnst mikill kostur! Punkturinn yfir i-ið er að það er algerlega samkeppnishæft verð jafnvel þó gæðin séu langtum meiri en það sem gengur og gerist á Íslandi!
Kjötsúpan er æði!
Verslunin með þeim flottari og þjónustan súper hlakka til að koma aftur & aftur…. & aftur
Þetta er eins og að komast á „nammibar“ af bestu gerð.
Algjörlega frábært að geta keypt blönduð krydd (án aukaefna) fyrir eina máltíð í senn í staðin fyrir að þurfa að kaupa 5-6 mismunandi krydd.
Myndir frá facebook síðu: Krydd og Tehúsið.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu













