Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bananar í útrýmingarhættu

Birting:

þann

Bananar - Banani

Nýj­ar rann­sókn­ir þykja staðfesta að ban­an­inn, vin­sæl­asti ávöxt­ur heims, sé í út­rým­ing­ar­hættu af völd­um svo­nefndr­ar Pana­ma­veiki.

Pana­m­asýk­in hef­ur breiðst út til Suður-Asíu, Afr­íku, Miðaust­ur­landa og Ástr­al­íu og sprengt af sér hlekki sótt­varn­ar­tilrauna, að sögn hol­lenskra vís­inda­manna.

Á vef Morgunblaðsins segir að nú virðist óhjá­kvæmi­legt að Pana­ma­veik­in sveifli sér yfir til Suðr-Am­er­íku sem hefði veru­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér og meiri­hátt­ar upp­skeru­brest. Þar væri við eðli­leg­ar aðstæður að finna 82% upp­skeru vin­sæl­ustu ban­ana heims­ins, Ca­vand­is­hban­an­ans. Um þriðjung henn­ar er svo að finna í Ekvador einu og sér.

Pana­m­asýk­in gerði næst­um útaf við Gros Michel ban­an­ann á sjö­unda ára­tug nýliðinn­ar ald­ar og ógn­ar nú öðrum teg­und­um. Af­leiðing­ar sýk­inn­ar upp­götvuðust fyrst árið 1876 í Ástr­al­íu. Árið 1890 stakk veik­in sér niður á Gros Michel ekr­um í Costa Rica og Panama.

Veik­inni veld­ur svepp­ur að nafni Fus­ari­um oxyspor­um en hann berst í ávöxt­inn gegn­um jarðveg og vatn. Hann get­ur legið í dvala í jarðvegi í 30 ár sem ger­ir að verk­um að rækt­end­um er með öllu ómögu­legt að vita hvort og hvenær hann er að finna í plönt­um þeirra, að því er fram kemur á mbl.is.

 

Mynd: úr safni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið