Starfsmannavelta
Kaffi Krókur, Mælifell og Ólafshús skipta um eigendur
Gengið hefur verið frá sölu á veitinga- og skemmtistöðunum Kaffi Krók, Mælifelli og Ólafshúsi á Sauðárkróki. Það eru þau Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal sem kaupa staðina af Kristínu Elfu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni, en fyrirtæki þeirra, Vídeósport, hefur rekið þessa staði um árabil. Fyrir eiga þau Selma og Tómas Arctic Hotels á Sauðárkróki, að því er fram kemur á feykir.is.
Tómas sagði í samtali við Feyki nú áðan að þau tækju við Kaffi Krók, Mælifell og Ólafshúsi um áramót. Hann sagði ekki stefnt á neinar sérstakar breytingar á rekstrinum til að byrja með, enda hefði rekstur þessara staða verið með miklum ágætum.
Þó eru geta alltaf orðið einhverjar breytingar með nýju fólki, það verður bara að koma í ljós. Við teljum þetta góða viðbót við okkar rekstur og þetta leggst bara vel í okkur,
sagði hann.
Mynd: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn






