Smári Valtýr Sæbjörnsson
Krua Thai samþykktur á Skólavörðustíg
Umhverfis- og skipulagsráð veitti Thailenska eldhúsinu ehf., eiganda Krua Thai, í síðustu viku leyfi til þess að innrétta veitingastað við Skólavörðustíg 21A. Veitingastaðurinn verður opnaður í húsnæðinu þar sem Noodle Station var áður og síðar stækkaður yfir í húsnæðið á horninu, þar sem hönnunarverslunin Insula var, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.
Aðspurður segir Orri Hauksson, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, sem sér um hönnun húsnæðisins í samtali við mbl.is, að ekki sé búið að ákveða hvað verði í gömlu Fatabúðinni, þar sem verslunin Skyrta er í dag, en telur þó víst að húsnæðið verði nýtt undir verslunarrekstur. Í samtali við mbl.is í lok ágúst sagði Leslie Dcunha, einn eigenda Skyrtu, að þeir þyrftu að rýma húsnæðið fyrir sl. mánaðarmót.
Sonja Lampa, eigandi Krua Thai, keypti Skólavörðustíg 21 á síðasta ári og síðan hafa staðið yfir viðræður milli Minjastofnunar og eiganda um verndun innréttinganna í Fatabúðinni en upphaflega stóð til að opna veitingastaðinn í húsnæðinu.
Mynd: Smári
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni5 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






