Sigurður Már Guðjónsson
Erfitt að fá menntað starfsfólk | Þurfum innflutt vinnuafl

Mynd tekin á þakinu á hinu nýja 16 hæða hóteli, Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg, sem opnaði í júní s.l.
Gífurleg fjölgun ferðamanna á síðustu árum hefur líklega farið fram hjá fáum. Fyrirtækjum í ferðaþjónustu og svokölluðum „lundabúðarekstri“ hefur fjölgað langt umfram önnur, hótelin rísa upp hvert á fætur öðru og ekkert lát virðist á. En hvaða áskorunum stendur greinin frammi fyrir og hvaða flöskuhálsar gætu verið á vextinum?
Fjallað var um horfur í ferðaþjónustunni á morgunfundi Greiningardeildar Arion banka í gærmorgun. Fundurinn er árlegur viðburður og þegar litið var til spár Greiningardeildarinnar frá síðasta ári mátti sjá að ferðamönnum hefur fjölgað langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Ný spá gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 27,5% á árinu og reiknað er með að þeir verði tvær milljónir árið 2018.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion, benti á að það væri þegar orðið erfitt að fá menntað starfsfólk í ferðaþjónustuna og miðað við vöxtinn blasa erfiðleikar við.
Hún sagði líklegt að ný störf, bara í ferðaþjónustu, yrðu fleiri en sem nemur fjölda þess fólks sem er að koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Það eru því allar líkur á því að flytja þurfi inn vinnuafl á næstu árum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: Íslandshótel

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards