Sigurður Már Guðjónsson
Erfitt að fá menntað starfsfólk | Þurfum innflutt vinnuafl
Gífurleg fjölgun ferðamanna á síðustu árum hefur líklega farið fram hjá fáum. Fyrirtækjum í ferðaþjónustu og svokölluðum „lundabúðarekstri“ hefur fjölgað langt umfram önnur, hótelin rísa upp hvert á fætur öðru og ekkert lát virðist á. En hvaða áskorunum stendur greinin frammi fyrir og hvaða flöskuhálsar gætu verið á vextinum?
Fjallað var um horfur í ferðaþjónustunni á morgunfundi Greiningardeildar Arion banka í gærmorgun. Fundurinn er árlegur viðburður og þegar litið var til spár Greiningardeildarinnar frá síðasta ári mátti sjá að ferðamönnum hefur fjölgað langt umfram það sem gert var ráð fyrir. Ný spá gerir ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 27,5% á árinu og reiknað er með að þeir verði tvær milljónir árið 2018.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion, benti á að það væri þegar orðið erfitt að fá menntað starfsfólk í ferðaþjónustuna og miðað við vöxtinn blasa erfiðleikar við.
Hún sagði líklegt að ný störf, bara í ferðaþjónustu, yrðu fleiri en sem nemur fjölda þess fólks sem er að koma út á vinnumarkaðinn á næstu árum.
Það eru því allar líkur á því að flytja þurfi inn vinnuafl á næstu árum.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.
Mynd: Íslandshótel
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur