Kokkalandsliðið
Stútfull dagskrá hjá KM
Eftir sumarfrí hjá Klúbbi Matreiðslumeistara (KM) er félagastarfið að hefjast að nýju og framundan er mikið um að vera hjá þessum flotta klúbbi. Félagsárið hefst í byrjun september með félagsfundi í Hótel og Matvælaskólanum, en búið er að mestu skipuleggja fundi fyrir vetrarstarfið.
Hér er stiklað á stóru það sem framundan er:
Kokkalandsliðið er á fullu við að skipuleggja styrktarkvöldverð í Bláa Lóninum, en liðið keppir í „Culinary World Cup“ sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember 2014.
Norðurlandasamtök matreiðslumeistara (NKF) verður með stjórnarfund hér á Íslandi um miðjan október næstkomandi.
Hinn árlegi KM styrkarkvöldverður verður á Nordica í byrjun árs 2014.
Búið er að opna skrifstofu KM að stórhöfða 29.
Keppnin um titilinn „Matreiðslumaður ársins“ verður í lok september 2013, en yfirdómari verður Svein Magnus Gjönvik.
KM meðlimir fjölmenna á þingið hjá Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara (WACS) sem haldið verður í Stavanger 2014.
Keppnin Matreiðslumaður norðurlanda verður haldin í Herning í Danmörku í mars 2014.
Þetta og miklu fleira verður á dagskrá hjá KM og að sjálfsögðu mun veitingageirinn.is fylgjast vel með starfseminni hjá klúbbnum.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift