Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaður lokar á Garðskaga
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur tekið við erindi þess efnis að veitingastaðurinn Tveir vitar sem stafræktur hefur verið í húsnæði Byggðasafnsins á Garðskaga verði fluttur í annað sveitarfélag og að rekstraraðili muni skila sveitarfélaginu húsnæði veitingastaðarins í Byggðasafninu á Garðskaga 30. september næstkomandi, að því er fram kemur í blaði Víkurfrétta.
Þá hefur bæjaryfirvöld í Garði borist erindi er varðar ferðaþjónustu á Garðskaga. Í erindinu er óskað eftir fundi um möguleika á samstarfi um leigu og rekstur fasteigna sveitarfélagsins á Garðskaga og hugsanlegt samstarf við sveitarfélagið um rekstur á Garðskaga.
Samþykkt var samhljóða á fundi bæjarráðs Garðs að vísa erindinu til stýrihóps um uppyggingu í ferðaþjónustu en áður hefur komið fram að bæjaryfirvöld vilja að öll ferðaþjónusta á Garðskaga sé á einni hendi og undir einni yfirstjórn.
Stýrihópur um stefnumótun um atvinnumál og ferðaþjónustu í Garði hefur fjallað talsvert um starfsemi og rekstur ferðaþjónustu og Byggðasafns á Garðskaga.
Bæjarráð Garðs samþykkti samhljóða s.l. vetur að fela stýrihópi að vinna frekari tillögur og útfærslu á rekstrafélagi sem annist allan rekstur og starfsemi Garðskaga.
Greint frá í blaði Víkurfrétta.
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






