Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Verðhækkanir hjá birgjum vegna launahækkana

Birting:

þann

Hækkun - Verð

Þann 18. ágúst var sagt á vef Neytendasamtakanna frá þremur birgjum sem hafa tilkynnt verðhækkanir í byrjun september. Nú hafa borist fréttir af fjórum birgjum til viðbótar sem tilkynnt hafa verðhækkanir.  Má ætla að allar þessar hækkanir komi við buddu neytenda hvort sem það er við innkaup eða í afborgunum á verðtryggðum lánum.

Meðfylgjandi mynd er listi yfir verðbreytingar birgja frá 1. maí 2015 og hvaða skýringar birgjar gefa.

Verðbreytingar birgja - 27. ágúst 2015

Ljóst er að kjarasamningar frá því í vor eru kostnaðarauki fyrir fyrirtækin. Það er þó ekki sjálfgefið að þau þurfi að velta honum út í verðlagið. Þess í stað beina Neytendasamtökin því til fyrirtækja að þau leiti leiða til að hagræða sem mest svo ekki þurfi að koma til frekari hækkana á verðlagi.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef ns.is.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið