Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nafnlaus vitleysa í Fréttblaðinu | Rangar fullyrðingar um brauð
Í Fréttablaðinu í gær voru birtar ástæður fyrir því af hverju ætti að sleppa hvítu brauði. Fagmenn í veitingbransanum eru lítt hrifnir af þessum fullyrðingum og láta skoðun sína óspart í ljós í facebook grúppu fagmanna og á meðal ummæla má lesa:
Svo er annað merkilegt það eru sagðar engar trefjar í hvítu brauði. Hið rétta er að það eru 2,7 gr af trefjum í hverjum 100 gr af franskbrauði. Heilkorna staðalinn segir að lágmarki 5 gr á 100 gr af brauð.
Annar bætir við og segir:
Hveiti til brauðgerðar inniheldur nærri 14% prótein og eitthvað að steinefnum. Þessar staðhæfingar hefðu betur átt við hefði hveitinu verið skipt út fyrir maísmjöl, það mjöl er reyndar á núlli hvað prótein og steinefni varðar en inniheldur svipaða orku.
Á heimasíðu Landsambands bakarameistara er mikið af fróðlegu efni um brauð og þar á meðal er sagt að það sé rangt með farið að segja að hvítt brauð er óhollt. Hægt er að lesa skáldaðar fullyrðingar um brauð á vef labak.is með því að smella hér.
Mynd: Skjáskot af grein í Fréttablaðinu í gær.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan