Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nóg um að vera hjá Magga hjá Texasborgurum á Menningarnótt
Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Texasborgara við Grandagarð í samvinnu við Blúsmafíuna og Menningarnótt stendur að þriggja daga blúshátíð dagana 20. til 22. ágúst. Tónleikar verða alla dagana í stóru opnu tjaldi fyrir utan Texasborgara og trúbadorar og slakur blús verður inni á staðnum þar sem jafnframt verður slegið upp BBQ-veislu.
Hátíðin nær hámarki með stórtónleikum á menningarnótt sem hefjast um miðjan dag og standa fram að flugeldasýningu.
Ókeypis alla dagana
Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 19-23
Föstudaginn 21. ágúst kl. 19-23
Laugardaginn 22. ágúst kl. 15-22.45
Heitustu blúsarar landsins
Blúsband Björgvins Gíslasonar, Blússveit Jóns Ólafs, Strákarnir hans Sævars, Lame Dudes, Blúsþrjótarnir, Mood
BBQ veisla á Texasborgurum
Texas BBQ-diskur: nautarif, kjúklingavængir og grísakjöt með frönskum og hrásalati – 1.690 kr.
Texas BBQ-Pizza Pie – 990 kr.
Texas BBQ-borgari með frönskum – 1.490 kr.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






