Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Nóg um að vera hjá Magga hjá Texasborgurum á Menningarnótt

Birting:

þann

Texasborgarar við Grandagarð - Blúsmafíuna

Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Texasborgara við Grandagarð í samvinnu við Blúsmafíuna og Menningarnótt stendur að þriggja daga blúshátíð dagana 20. til 22. ágúst. Tónleikar verða alla dagana í stóru opnu tjaldi fyrir utan Texasborgara og trúbadorar og slakur blús verður inni á staðnum þar sem jafnframt verður slegið upp BBQ-veislu.

Hátíðin nær hámarki með stórtónleikum á menningarnótt sem hefjast um miðjan dag og standa fram að flugeldasýningu.

Ókeypis alla dagana
Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 19-23
Föstudaginn 21. ágúst kl. 19-23
Laugardaginn 22. ágúst kl. 15-22.45

Heitustu blúsarar landsins
Blúsband Björgvins Gíslasonar, Blússveit Jóns Ólafs, Strákarnir hans Sævars, Lame Dudes, Blúsþrjótarnir, Mood

BBQ veisla á Texasborgurum
Texas BBQ-diskur: nautarif, kjúklingavængir og grísakjöt með frönskum og hrásalati – 1.690 kr.
Texas BBQ-Pizza Pie – 990 kr.
Texas BBQ-borgari með frönskum – 1.490 kr.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið