Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sturla Birgisson matreiðslumeistari landaði þrjátíu punda laxi
Þrjátíu punda laxi var landað í dag í Vatnsdalsá í AusturHúnavatnssýslu af Sturlu Birgissyni matreiðslumeistara, en fiskurinn er heilir 112 cm að lengd og mun vera sá stærsti sem veiddur hefur verið þetta sumarið. Laxinn kom á í Hnausastreng í ánni.
Þetta er algert skrímsli,
segir Sturla í samtali við mbl.is og hlær.
Það tók 45 mínútur að koma honum á land og hann tók nánast alla undirlínuna út.
Laxinn beit að hans sögn á Sunray flugu. Sturla var einn þegar laxinn beit á og fann hann strax að um stóran fisk var að ræða.
Síðan tekur hann bara roku niður allan strenginn. Ég var með bremsuna nánast í botni og hann tók það allt út. Hikaði ekki við það. Síðan sá ég hann stökkva og þá hringdi ég í gædana sem komu brunandi og hjálpuðu við að koma honum á land,
segir Sturla sem starfar sem matreiðslumeistari hjá veitingaþjónustu ISS.
Myndir: Sturla Birgisson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu










