Freisting
Myndir frá formlegri opnun veitingastaðar og bar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Við greindum frá fyrir stuttu um að nýr bar og matsölustaður opnaði á vegum Flugþjónustunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þar sem við hér hjá Freisting.is höfum mikinn áhuga á að birta myndir af formlegum opnunum á matsölu-, og veitingastöðum og erfitt er að taka myndir af staðnum nema með sérstöku leyfi til að komast inní fríhöfnina, þá leituðum við eftir myndum frá opnunni.
Félagar okkar hjá heildsölunni Jóhanni Ólafssyni (JÓ) urðu að ósk okkar um að senda myndir til okkar og þökkum þeim kærlega fyrir. Myndirnar hafa verið settar í myndasafnið hér á Freisting.is.
Aðspurðir um stærðargráðu verkefnisins og hlutverk Jóhann Ólafs. við uppsetningu staðarins?
Jóhann Ólafsson & Co komu að hönnun, innflutningi á tækjum og húsgögnum, einnig stálsmíði og uppsetningu ásamt frágangi.
Er þetta eitt stæsta einstaka verkefni sem unnið hefur verið í flugstöðinni á þessu sviði.
Einnig sáu Jóhann Ólafsson & Co um samskonar uppsetningar á sínum tíma á Cafe Internetional og Cafe Europa í suðurbyggingu flugstöðvarinnar.
Smellið hér til að skoða myndirnar af herlegheitunum.
Myndir: Jóhann Ólafsson | [email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin