Sverrir Halldórsson
Börnum meinaður aðgangur að veitingastað | Hefur aldrei gengið betur
Ástralski veitingamaðurinn Liam Flynn bannaði börn undir 7 ára aldri á veitingastað sínum Flynn’s eftir að hafa lent í harkalegu rifrildi við móður 2 ára barns sem hann bað að róa niður, að því er fram kemur á vefnum vb.is.
Rekstur veitingastaðarins hefur tekið stakkaskiptum eftir að bannið tók gildi og var síðasta helgi sú besta í sögu staðarins. Business Insider greinir frá þessu.
Ákvörðun Flynn hefur vakið blendin viðbrögð. Hann er ánægður með að ákvörðunin hafi vakið upp umræðu um það hvernig börn eiga að hegða sér á veitingastöðum.
Reksturinn gengur stórvel. Síðustu föstudags- og laugardagskvöld settum við met. Fólk er að spreða, drekka fínt vín og eyða stórum fjárhæðum hjá okkur,
segir Flynn í samtali við Business Insider.
Þess má geta að hundar eru velkomnir á Flynn’s.
Greint frá á vb.is
Mynd: af heimasíðu Flynn’s
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður