Sverrir Halldórsson
Frederiksen Ale House – Á horni Naustin og Tryggvagötu í Reykjavík | Veitingarýni
Staðurinn býður upp á klassískan kráarmat með eigin séreinkennum, ásamt góðu úrvali af bjór. Ég skellti mér þar inn eitt hádegið, til að upplifa þeirra útgáfu af klassískum kráarmat og hér kemur útkoman úr þeirri heimsókn:
Þjónninn sagði mér að Kjötsmiðjan lagar þessar pylsur fyrir þá og eiga þeir hrós skilið, því þær voru svakalega góðar, meðlætið var frekar óspennandi. Með þýskum pylsum þá er haft þýskt husmandssinnep sem fæst á Íslandi sem Taffel eða Slotts, einnig myndi ég hafa súrar smágúrkur með og skál af súrkáli þá er þetta orðinn ekta þýskur réttur.

Slow Cooked Lamb Shank
Slow-cooked in stock and „White Ale“ over night, mashed potatoes, feta cheese, honey glazed red onions, carrots and lamb-beer-sauce
Þetta er sennilega sá albesti skanki sem ég hef borðað, kartöflumaukið frábært, grænmetið sælgæti, sósan góð og brosti maður aftur á hnakka af ánægju. Ein smá ábending en mér fannst skammturinn helst til stór, eflaust hefðu margir ekki trúað að þessi orð kæmu úr munni mínum og sú er nú staðreyndin og gat ég ekki klárað diskinn.
Þegar hér var komið var ég orðinn mettur og þakkaði ég fyrir mig og skundaði út í veðurblíðuna með bros á vör.

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði