Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi kominn heim til Íslands | Byrjaður að starfa á Verbúð 11
Jóhann Ingi Reynisson er kominn heim til Íslands eftir að hafa starfað 7 ár erlendis og nú síðast sem yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu og starfaði þar í tæp 5 ár, en hótelið er eitt stærsta ráðstefnuhótel í Noregi.
Jóhann lærði fræðin sín á Matarlyst í Keflavík og kláraði samninginn í Bláa Lóninu og útskrifaðist árið 2006 og er núna búinn að skrá sig í meistaraskólann. Jóhann hefur starfað á Bláa lóninu, Qulity Hotel Alexandra og eins áður sagði yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu í Noregi.
Jóhann hefur ráðið sig sem aðstoðaryfirmatreiðslumaður á nýja veitingastaðnum Verbúð 11 sem opnaði í febrúar s.l.
Þetta var orðið gott, við fjölskyldan erum búin að vera erlendis í 7 ár og börnin farinn að vaxa, dóttir okkar verður 12 ára í ár, þannig að það var núna eða næsta ár til að flytja heim eða aldrei.
Einnig er búið að vera miklar breytingar á Rica keðjunni síðan febrúar 2014, þ.e. þegar Scandic keypti allt saman og var stefna þeirra ekki sú sama og ég hafði, þar sem öll hótel áttu að notast við 50 % af matseðlum frá höfuðskrifstofunni, ásamt öðrum hlutum.
Sagði Jóhann í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um ástæðuna að koma heim til Íslands.
Þannig að ég tók þá ákvörðun að flytja heim þegar Gunnar Ingi yfirmatreiðslumaður hjá Verbúð hringdi í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að fara koma heim og hvort ég hefði áhuga á og byrja vinna hjá honum sem souschef. Eftir að hafa talað við þá og stefnuna var erfitt að segja nei við þessu tækifæri enda flottur staður á skemmtilegum stað þar sem mikil uppbygging er í gangi.
Mynd: af instagram síðu Verbúð 11.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin