Sverrir Halldórsson
200 ár frá orustunni við Waterloo
Það sem gerir þessi tímamót merkileg er tvenns skonar, annars vegar var á fimmtudaginn 18. júni síðastliðinn 200 ár frá því að Duke of Wellington stoppaði framrás Napóleons í orustu við Waterloo. Og hins vegar að í tilefni þessara tímamóta þá blés Gordon Ramsey til mikillar hátíðar á öllum veitingastöðum sínum 18. – 21. júni með því að bjóða upp á uppáhalds rétt Duke Wellington en það er Beef Wellington sá frægi réttur.
Nautalundir Wellington er nautalund brúnuð á pönnu, mökuð með andalifrakæfu, duxelle, pakkað inn í smjördeig, penslað með eggjarauðu og bakað í ofni.
Og borið fram með einni af eftirtöldum sósum, Béarnaise, Colbert, Madeira, Perigourdine eða Chateaubriand.
Sagt er að uppáhaldsréttur Nixon Bandaríkjaforseta hafi verið áðurnefndur réttur.
Einu tengsl Waterloo við söguna er sú að þaðan tilkynnti Duke of Wellington um sigur sinn á Napóleon.
Frakkar voru ekki par hrifnir af nafni réttarins og nefndu hann „Filet de Boeuf en Cro-te.“, alltaf samir við sig.
Með fylgja myndir og vídeó frá Gordon Ramsey:
Heimildir: kitchenproject.com
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu









