Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Engin ákvörðun um tilboð Kjarnafæðis | Sauðburður hefur það tafið ákvörðunartöku

Birting:

þann

Kjötskrokkar - Kjöt - Kjötvinnsla

Engin ákvörðun hefur verið tekin meðal Búsældar um tilboð kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis í Norðlenska. Sauðburður hefur staðið yfir undanfarnar vikur og hefur það tafið ákvörðunartöku.

Það hefur verið nóg að gera í öðru,

segir Óskar Gunnarsson, bóndi og formaður Búsældar í samtali við Vikudag.is. Eins komið hefur fram hefur Kjarnafæði sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska.

Óskar segir að félagsmenn í Búsæld hafi fundað um málið fyrir nokkrum dögum en óvíst sé hvenær fundað verði næst og ákvörðun tekin.

Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 en eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf Norðlenska fyrir 568 milljónir króna árið 2007.

 

Greint frá á vikudagur.is

Mynd: úr safni.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið