Smári Valtýr Sæbjörnsson
Engin ákvörðun um tilboð Kjarnafæðis | Sauðburður hefur það tafið ákvörðunartöku
Engin ákvörðun hefur verið tekin meðal Búsældar um tilboð kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis í Norðlenska. Sauðburður hefur staðið yfir undanfarnar vikur og hefur það tafið ákvörðunartöku.
Það hefur verið nóg að gera í öðru,
segir Óskar Gunnarsson, bóndi og formaður Búsældar í samtali við Vikudag.is. Eins komið hefur fram hefur Kjarnafæði sent inn erindi til Búsældar um kaup á öllum hlutabréfum í Norðlenska.
Óskar segir að félagsmenn í Búsæld hafi fundað um málið fyrir nokkrum dögum en óvíst sé hvenær fundað verði næst og ákvörðun tekin.
Hluthafar Norðlenska eru rúmlega 520 en eignarhaldsfélagið Búsæld, sem er félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, keypti öll hlutabréf Norðlenska fyrir 568 milljónir króna árið 2007.
Greint frá á vikudagur.is
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






