Keppni
Frida Bäcke frá Svíþjóð sigraði Global Pastry Chef | Ísland ekki í verðlaunasæti
Íslensku keppendurnir komust ekki á pall í keppnunum þremur sem fóru fram dagana 4.-5. júní í Álaborg í Danmörku. Keppnirnar eru Norður Evrópu forkeppni í „Global Chefs Challenge“ og sigurvegarar úr þeim keppa í úrslitakeppni á næsta ári.
Eins og fram hefur komið þá sigraði Svíþjóð í „Global Young Chef Challenge“ en fyrir þeirra hönd keppti Robert Sandberg. Þá sigraði Norðmaðurinn Thomas Borgan í „Global Chef Challenge.
Axel Þorsteinsson frá Apótek Restaurant keppti á fimmtudaginn s.l. í keppninni Global Pastry Chef Challenge um besta konditor Norður Evrópu og sigurvergari í þeirr keppni varð Frida Bäcke frá Svíþjóð, en Axel komst því miður ekki á verðlaunapall.
Keppnirnar voru haldnar samhliða Norðurlandaþingi matreiðslumanna í Aalborg í Danmörku en þingið lýkur nú um helgina.
Ekki er öll von úti að Ísland komist á verðlaunapall, því að í dag keppa þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum en þau eru:
- Nordic Chef – Atli Þór Erlendsson frá Grillinu Hótel Sögu
- Nordic Chef Junior – Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu
- Nordic Waiter – Natascha Elisabet Fischer frá Kopar
Mynd: svenskakockarsforening.se
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit