Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum – Vídeó

Birting:

þann

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Selfie með starfsfólki Einsa Kalda

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi Magnússon var á ferð í Vestmannaeyjum nú í maí til að kynna sér ferðaþjónustu og veitingamenningu eyjaskeggja.  Afraksturinn verður sýndur í þáttum Magnúsar Inga, Eldhús meistaranna, sem er á dagskrá ÍNN.

Fyrsti þátturinn um Eyjar var frumsýndur í gær föstudaginn 15. maí kl. 21.30.  Þættirnir verða níu talsins og verða á dagskrá vikulega, og þess utan endursýndir fimmtán sinnum hver.

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Sigurður Gíslason matreiðslumaður og eigandi GOTT

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Starfsfólk á GOTT

Magnús Ingi heimsækir veitingahús og gististaði, fer í skoðunarferðir og kynnir sér ítarlega hvað ferðamönnum er boðið upp á í Eyjum.  Svo tekur hann hús á Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, og kynnir sér einstaka matarmenningu Eyjamanna sem á sér djúpar rætur.

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Selfie með meistaranum

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í Vestmannaeyjum, eins og víða á Íslandi. Sumarfarþegar með Herjólfi erum 320.000 ári og hefur fjölgun farþega verið um 20% á ári undanfarin ár. Með tilkomu Landeyjahafnar, sem er um 130 km frá Reykjavík, tekur siglingin aðeins rúmlega hálftíma, þegar höfnin er opin sem yfirleitt er á sumrin, en ferðir Herjólfs eru allt að fimm á dag. Þeim hefur því fjölgað sem fara í dagsferðir til Eyja, ekki síst erlendum ferðamönnum.

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Eins Kaldi alltaf hress

Eigendur Hótel Vestmannaeyjar þau hjónin Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason

Eigendur Hótel Vestmannaeyjar þau hjónin Adda Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús Bragason

Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi í Vestmannaeyjum

Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og eigandi af sumar-veitingastaðnum Slippurinn

Til að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna eru yfir 30 staðir í Eyjum sem selja tilbúinn mat; veitingahús, skyndibitastaðir og sjoppur, sem er líklega Íslandsmet miðað við höfðatölu, en Vestmannaeyingar eru 4.300 talsins. Flóran er einstaklega fjölbreytt og svo virðist sem veitingamenn í Eyjum standi saman og virði sérstöðu hver annars, með því t.d. að bjóða ekki upp á sömu réttina, segir í fréttatilkynningu.

Hér má sjá stiklu úr þáttunum:

 

Myndir: skjáskot úr myndbandi

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið