Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sleikti skeið og stakk henni í sósuna í beinni á RÚV | Harma þessi mistök og biðjast afsökunar
Garðar Kári Garðarsson, yfirmatreiðslumaður á Strikinu á Akureyri, var staðinn að því í beinni útsendingu að smakka sósu með sömu skeið og hann notaði síðan til að skenkja á diska viðskiptavina. Það var visir.is sem vakti athygli á málinu, en þetta gerðist í beinni útsendingu á RÚV.
Tilkynning frá Strikinu:
Í kvöldfréttartíma RÚV í gær þar sem verkfall starfsgreinasambandsins var til umfjöllunar var viðtal við yfirmatreiðslumann okkar á Strikinu, Garðar Kára Garðarsson um áhrif verkfallsins á starfsemi veitingastaðarins en 80% af okkar starfsfólki er í verkfalli. Garðar Kári var, ásamt einum öðrum að afgreiða um 120 manns um leið og hann var í viðtali í beinni útsendingu á RÚV. Undir þessu mikla álagi gerði hann þau mistök að nota skeiðina sem hann hafði smakkað sósuna með, til þess að skammta á diskana. Myndatökumaður RÚV benti strax á þetta þannig að maturinn fór aldrei til gestanna en það sést ekki í myndskeiðinu á RÚV þar sem útsendingu var lokið.
Við hörmum þetta atvik og biðjumst afsökunar á því. Við erum búin að ræða málið innanhúss og munum sjá til þess að þetta gerist ekki aftur enda eru svona vinnubrögð með öllu óásættanleg. Þessi mistök skrifast alfarið á of mikið álag og undirmönnun vegna verkfallsins. Þetta eru ekki vinnbrögð sem Garðar Kári viðhefur að öllu jöfnu, hann er þaulreyndur matreiðslumaður og í kokkalandsliðinu.
Við vonum að verkfallið leysist sem fyrst þar sem það segir sig sjálft að ekki er endalaust hægt að keyra á örfáum starfsmönnum, hvorki á okkar veitingastað né á öðrum vinnustöðum landsins. Þetta ástand bíður upp á mistök sem þessi.
Segir í tilkynningu sem birt var nú rétt í þessu á facebook síðu Striksins, sem að Heba Finnsdóttir, eigandi veitingahússins Striksins og Bryggjunnar á Akureyri skrifar.
Atvikið er hægt að horfa á í fréttatíma RÚV (8:25) með því að smella hér.
Mynd: skjáskot úr fréttatíma RÚV
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s