Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Brjóstabollan í ár er gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Í tilefni verkefnisins verða búðir félagsmanna skreyttar með bleikum blöðrum og veggspjöldum um mæðradagshelgina.
Nánar á vef Labak.is, m.a. um hvaða bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina.
Mynd: Labak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






