Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Birting:

þann

Brjóstabollan 2015

Brjóstabollan í ár er gómsæt rjómabolla með berjafyllingu

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí.  Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Þetta er í fimmta sinn sem Landssamband bakarameistara styrkir Göngum saman með þessum hætti og hafa hingað til alls safnast hátt í fimm milljónum króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Brjóstabollan í ár er gómsæt rjómabolla með berjafyllingu. Í tilefni verkefnisins verða búðir félagsmanna skreyttar með bleikum blöðrum og veggspjöldum um mæðradagshelgina.

Nánar á vef Labak.is, m.a. um hvaða bakarí selja brjóstabollur um mæðradagshelgina.

 

Mynd: Labak.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið