Sverrir Halldórsson
Einar Geirs og Árni elduðu á einni stærstu sjávarútvegssýningu í heiminum
Seafood Expo Global er ein af þessum stóru og flottu sjávarútvegssýningunum sem haldnar eru í heiminum og er þetta í 26. skiptið sem Ísland er með á þessari sýningu sem haldin var 21. – 23. apríl s.l. í Brussel í Belgíu.
Í ár voru það um 30 íslensk fyrirtæki sem tóku þátt og Samherji var eitt þeirra. Samherji fékk þá Einar Geirsson matreiðslumeistara og eiganda Rub 23 á Akureyri og Árna þór Árnason matreiðslumann á Rub 23 að kynna ýmsar afurðir og elda á bás Samherja á sýningunni.
Í samtali við veitingageirinn.is sagði Einar að hann hefði fyrst farið með Samherja árið 2006, þannig að hann ætti að vera orðinn kunnugur staðháttum.
Meðal þess sem þeir kynntu var bleikja, lax, þorskhnakkar, gellur, kinnfisk og saltfisk þunnildi eða migas er það kallað og fer aðallega á spánarmarkað.
Meðfylgjandi myndir eru frá kynningunni á bási Samherja, þar sem þeir félagar eru á heimavelli.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita