Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Hótel Klettur stækkar – 80 hótelherbergi bætast við

Birting:

þann

Hótel Klettur

Hótel Klettur er steinsnar frá Hlemmi.

Núna standa yfir framkvæmdir á Hótel Klettur sem staðsett við Mjölnisholti 12 – 14.  Þegar framkvæmdir ljúka bætast 80 herbergi við þau 86 sem þegar eru á Hótel Kletti.

Viðbótin við Hótel Klett gengur vel en nýlega var hafist við fjórðu hæðina. Búist er við að öllu verði lokið í maí 2015.

Hótel Klettur

Inngangur og lobbý.
Hótel Klettur er að mörgu leyti einstakt hótel þar sem allt útlit og innviði hótelsins fær innblástur frá íslenskri náttúru og sérstaklega frá íslenskum bergtegundum. Þannig er nafn hótelsins dregið af kletti sem hefur fengið að njóta sín á fyrstu hæð hótelsins og springur þar út í gegnum vegginn en ansi magnað er að sjá það.

Hótel Klettur

Á fyrstu hæð hótelsins er morgunverðarsalurinn.

Hótel Klettur

Herbergin eru björt og vel búin, en í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp með tæplega 50 rásum, ísskápur, sími, strauborð og straujárn, öryggishólf og nettenging.

Myndir: hotelklettur.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið