Keppni
Stefán Hrafn keppti í undankeppni World Chocolate Masters – Myndir frá keppninni
Stefán Hrafn Sigfússon bakari hjá Mosfellsbakarí var fulltrúi Íslands í undankeppni World Chocolate Masters sem fram fór bæði í gær og í dag í Valby í Kaupmannahöfn í Danmörku, en keppt er um að komast í aðalkeppnina sem haldin er í París í Frakklandi næstkomandi haust.
Sigurvegari undankeppninni var Tor Stubbe frá Danmörku og kemur hann til með að vera fulltrúi Skandinavíu í aðalkeppninni í haust. Tor Stubbe átti besta konfektmolann, heildarhugmyndina af súkkulaði „take away“ og köku dagsins, en besta sýningarstykkið átti Eero Paulamäki.

Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters í París árið 2011
Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður
Til gamans má geta að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters árið 2011 og var einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.
Stefán Hrafn stóð sig mjög vel og var landi og þjóð til sóma. Hér er um að ræða gríðalega erfiða keppni, en fyrri daginn þar hver keppandi að útbúa konfektmola (Praline), köku dagsins og heildarhugmynd af súkkulaði „take away“ og seinni daginn er gert sýningarstykki úr Cacao Barry súkkulaði sem á að vera að lágmarki 1 metri á hæð. Stefán notaði náttúru sem þema í sýningarstykkið. Ívar Unnsteinsson og Karl Viggó Vigfússon frá Garra fylgdu Stefáni eftir keppninni til halds og traust.
Ísland átti einn dómara í keppninni en það var súkkulaði Callebaut sendiherra Íslendinga Hafliði Ragnarsson bakari og eigandi Mosfellsbakarí.
Myndir: Ívar Unnsteinsson / Garri og worldchocolatemasters.com
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa




















