Vertu memm

Keppni

Stefán Hrafn keppti í undankeppni World Chocolate Masters – Myndir frá keppninni

Birting:

þann

World Chocolate Masters 2015

Stefán Hrafn Sigfússon.
Einbeitingin leynir sér ekki.
Mynd: worldchocolatemasters.com

Stefán Hrafn Sigfússon bakari hjá Mosfellsbakarí var fulltrúi Íslands í undankeppni World Chocolate Masters sem fram fór bæði í gær og í dag í Valby í Kaupmannahöfn í Danmörku, en keppt er um að komast í aðalkeppnina sem haldin er í París í Frakklandi næstkomandi haust.

World Chocolate Masters 2015

Stefán notaði náttúru Íslands sem þema í sýningarstykkið sitt.
Mynd: Ívar Unnsteinsson / Garri

World Chocolate Masters 2015

Sigurvegarinn Tor Stubbe (til hægri)
Mynd: Ívar Unnsteinsson / Garri

Sigurvegari undankeppninni var Tor Stubbe frá Danmörku og kemur hann til með að vera fulltrúi Skandinavíu í aðalkeppninni í haust. Tor Stubbe átti besta konfektmolann, heildarhugmyndina af súkkulaði „take away“ og köku dagsins, en besta sýningarstykkið átti Eero Paulamäki.

World Chocolate Masters 2015

Praline hans Stefáns.
Mynd: worldchocolatemasters.com

World Chocolate Masters 2015

Kaka dagsins að hætti Stefáns.
Mynd: Ívar Unnsteinsson / Garri

World Chocolate Masters 2015

Heildarhugmynd Stefáns af súkkulaði „take away“
Mynd: worldchocolatemasters.com

World Chocolate Masters 2015

Stefán Hrafn við sýningarstykkið sitt
Mynd: Ívar Unnsteinsson / Garri

Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011

Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters í París árið 2011
Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Til gamans má geta að Ásgeir Sandholt lenti í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni World Chocolate Masters árið 2011 og var einungis 1,5 % munur á milli 1. og 6. sætis í fjölda stiga.

Stefán Hrafn stóð sig mjög vel og var landi og þjóð til sóma. Hér er um að ræða gríðalega erfiða keppni, en fyrri daginn þar hver keppandi að útbúa konfektmola (Praline), köku dagsins og heildarhugmynd af súkkulaði „take away“ og seinni daginn er gert sýningarstykki úr Cacao Barry súkkulaði sem á að vera að lágmarki 1 metri á hæð. Stefán notaði náttúru sem þema í sýningarstykkið.  Ívar Unnsteinsson og Karl Viggó Vigfússon frá Garra fylgdu Stefáni eftir keppninni til halds og traust.

World Chocolate Masters 2015

Hafliði Ragnarsson (lengst til vinstri) var á meðal dómara.
Mynd: Ívar Unnsteinsson / Garri

Ísland átti einn dómara í keppninni en það var súkkulaði Callebaut sendiherra Íslendinga Hafliði Ragnarsson bakari og eigandi Mosfellsbakarí.

World Chocolate Masters 2015

Svona leit súkkulaðistykkið hans Stefáns út.
Mynd: worldchocolatemasters.com

 

 

Myndir: Ívar Unnsteinsson / Garri og worldchocolatemasters.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið