Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 35% í janúar

Birting:

þann

Icelandair hotel Vík

Gistinætur á hótelum í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 3% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkjamenn með 25.500, og Þjóðverjar með 7.700 gistinætur.

59% nýting herbergja á hótelum í janúar 2015
Nýting herbergja í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 83%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting rúm 44%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Smellið hér til að skoða þróunina síðustu ár.

 

Mynd: Sverrir

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið