Food & fun
Douglas Rodriguez – Sushi Samba – Veitingarýni – F&F
Sushi Samba tekur þátt í Food & Fun og fékk til sín gestakokkinn og matreiðslustjörnuna Douglas Rodriguez.
Douglas Rodriguez er heimsþekktur sem guðfaðir ný “Latino” matargerðar og hefur skapandi matargerð hans breytt ímynd hennar í Bandaríkjunum. Douglas hefur tekið Bandaríkin með stormi og opnað verðlaunuð veitingahús í fjölda heimsborga, heimabæ hans Miami, Philadelphia, Arizona og sá nýjasti í Astor Hótelinu á Miami Beach.
Hann hefur unnið hin virtu James Beard Award í US auka annarra virtra verðlauna í kokkaheiminum. Einnig hefur hann skrifað fjöldan allan af matreiðslubókum um Suður-Ameríska matargerð.
Í boði var glæsilegur 7 rétta matseðill sem var eftirfarandi:
Léttur og bragðgóður réttur og góð byrjun á kvöldinu. Súrdeigsbrauðið er gert í samstarfi við Apótek restaurant.
Sérstaða Sushi Samba er sushið og stóð það fyrir sínu. Ferskleikinn skein í gegn í þessum rétti og setti guacamole punktinn yfir i-ið .
Ískalt og ferskt eins og ceviche á að vera. Hneturnar voru góðar til að hreinsa bragð á milli réttana. Bleikjan best.
Fínn réttur. Empanada deigið er gert úr maís.
Skemmtileg samsetning á hráefni þarna. Flott eldun á túnfiskinum og sofrito salsa passaði mjög vel með.
Eldunin á nautinu alveg uppá 10, mergurinn bragðgóður og krókettan var crispy að utan og djúsý að innan.
Mjóg góður eftirréttur til að enda þetta frábæra kvöld
Var þetta mjög góður matur og þjónustan alveg til fyrirmyndar.
Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF