Uncategorized @is
Matreiðslumaður – Landsnet
Landsnet leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti Landsnets hf. Viðkomandi heyrir undir yfirmann mötuneytis.
Áhersla er lögð á að mötuneytið bjóði starfsfólki upp á fjölbreyttan og hollan mat sem eldaður á staðnum og frá grunni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Matseld og framleiðsla matar í mötuneyti
- Aðstoð við matseðlagerð
- Frágangur og uppvask í samvinnu við teymi mötuneytis
- Vinnur markvisst að auknum gæðum þeirra þjónustu sem mötuneytið veitir starfsmönnum
- Vinnur að stefnu fyrirtækisins í mötuneytismálum
- Umsjón með rekstri mötuneytis í fjarveru yfirmanns
- Gætir að hagkvæmni í rekstri mötuneytis
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinspróf í matreiðslu
- Reynsla af vinnu í atvinnueldhúsi er skilyrði
- Hugmyndaauðgi og framsækni í matargerð
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð kostnaðarvitund
- Snyrtimennska í fyrirrúmi
- Áhugi á hollustu og næringu
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2015. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir ([email protected]) og Elín Friðjónsdóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum.
Um Landsnet
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um






