Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ragnar Ómars bætist í starfslið fótboltalandsliðs Íslands í Tékklandi
Verðlaunakokkurinn Ragnar Ómarsson mun bætast í starfslið íslenska fótboltalandsliðsins í Plzen í Tékklandi, en liðin mætast þar í undankeppni EM 2016 þann 16. nóvember næstkomandi. Leikurinn fer fram á Struncovy Sady Stadion (Doosan Arena) í Plzen og hefst kl. 20:45 að staðartíma.
Það er vel þekkt meðal stærri liða að hafa kokk í teymi sínu enda mataræðið afskaplega mikilvægur þáttur í lífi afreksmanna í íþróttum, að því er fram kemur á fotbolti.net.
Ragnar þekkir það sjálfur að vera í landsliði þar sem hann gerði góða hluti í kokkalandsliðinu á sínum tíma.
Ragnar mun taka eitthvað af íslensku hráefni með sér til Tékklands fyrir strákana en um er að ræða afar mikilvægan leik í undankeppni Evrópmótsins, segir að lokum á fotbolti.net.
Mynd: úr safni
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið19 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






