Neminn
Nemar í keppnisferð til Tyrklands
Dagana 21.-27. október næstkomandi munu fulltrúar Menntaskólans í Kópavogi og Hótel- og matvælaskólans taka þátt í aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT) sem að þessu sinni er haldinn í Antalya í Tyrklandi. Í tengslum við aðalfundinn verða haldnar hinar árlegu fagkeppnir nemenda.
Nú urðu fyrir valinu þær Anna Björg Þórarinsdóttir, nemandi á ferðalínu sem keppa mun í ferðakynningum, og Bylgja Mjöll Helgadóttir, bakaranemi, sem keppa mun í eftirréttagerð. Þeim stöllum til halds og trausts verða þau Ásgeir Þór Tómasson, kennari í bakaranámi, Ásdís Vatnsdal, kennari og verkefnastjóri erlendra samskipta og Helene H. Pedersen, fagstjóri ferðagreina.
Þetta er áttunda árið sem skólarnir senda nemendur og kennara til þessarar keppni og hefur árangur íslensku nemanna frá upphafi verið frábær. Í fyrra fór keppnin fram í Bled í Slóveníu og þá vann bakaraneminn Svanur Már Scheving Skarphéðinsson til silfurverðlauna og Guðrún Birna Brynjólfsdóttir, nemandi á ferðalínu, vann til gullverðlauna.
Greint frá á heimasíðu Menntaskóla kópavogs
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024