Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Júllabúð tekur yfir rekstur á Brekku

Birting:

þann

Júlíus Freyr Theodórsson og Elís Árnason skrifa undir samning um leigu Júllabúðar á Brekku

Júlíus Freyr Theodórsson og Elís Árnason skrifa undir samning um leigu Júllabúðar á Brekku

Þarna er komið stórt hjarta sem slær af krafti í miðju þorpinu

, segir Júlíus Freyr Theodórsson eigandi Júllabúðar í Hrísey í samtali við visir.is, en í gær undirritaði hann leigusamning á Brekku, eina veitingahúsinu í plássinu. Mun Júllabúð taka yfir rekstur Brekku allavega næstu fimm árin til að byrja með.

Það er erfitt að reka þetta í sitthvoru lagi.  Við hefðum ekki getað rekið Júllabúð áfram í þeirri mynd sem hún var.

, útskýrir Júlíus sem ávallt er kallaður Júlli.  Hann er ánægður með þetta skrefið sem stigið var í gær.

Nú getum við búið til rekstrarhæfa einingu öllum til hagsbóta.

Brekka er eina veitingahúsið á svæðinu en þar er jafnframt rekið gistihús. Þetta er eitt elsta steikhús landsins, stofnað 1984 og á því 30 ára afmæli í ár. Júllabúð er bæði matvöruverslun og pósthús. Skráður íbúafjöldi í Hrísey er 130 manns sem margfaldast á sumrin.

Það eru margir farfuglar hérna hjá okkur sem stækka markaðinn.

Eigandi Brekku, Elís Árnason, er nágranni Júlla og þeir þekkjast því vel.

Hann býr hérna á móti mér

, segir Júlli og hlær.

Þessi hugmynd kom upp og við gripum tækifærið. Við sjáum mikla möguleika þarna.

Breytingar verða í kjölfar sameiningarinnar og sér Júlli fyrir sér að opnunartími verði lengdur og því skapist rými til þess að fjölga um starfskraft. Því eykur sameiningin þjónustu á svæðinu til muna

Þetta er virkilega jákvætt og skemmtilegt og tryggir bæði verslunarrekstur og veitingahúsarekstur. Við þekktum engan en létum bara vaða. Ég fór í fæðingarorlof, svo fór ég að keyra túrista um eyjuna og eftir það fór ég að vinna í beit. Þá lokaði búðin. Ég er menntaður verslunarstjóri og stökk á það

, útskýrir Júlli.  Júlli hefur búið í Hrísey í tæp fimm ár. Hann flutti þangað með konu sinni sem hóf störf á leikskóla.

Þetta er einhvers konar röð tilviljana. Lífið er víst það sem gerist þegar þú ert að gera önnur plön.

 

Greint frá á visir.is

Mynd: af facebook síðu Júllabúð Hrísey

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið