Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingaeldhúsi á Dalvík lokað í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin
Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í fyrradag eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.
Fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra voru kallaðir til Dalvíkur til að rannsaka málið frekar og heimildir herma að líklegt sé að djúpsteiktar rækjur séu orsök matareitrunarinnar, að því er fram kemur á ruv.is.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin. Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.
Þórey Agnarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, segir í samtali við ruv.is að um viðurkennt eldhús sé að ræða með gilt starfsleyfi. Þar var gefið tímabundið leyfi til veitingareksturs og grunur leikur á að þangað megi rekja matareitrun sem fjöldi fólks á Dalvík fékk á miðvikudagskvöld.
Þórey segir að tekið hafi verið sýni úr mat frá eldhúsinu og niðurstöðu sé að vænta á næstu vikum. Á meðan hefur veitingareksturinn þar verið stöðvaður, en greint er frá þessu á vef ruv.is.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?