Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ríflega 7.000 hafa pantað í jólahlaðborð í Turninum

Birting:

þann

Sigurður Gíslason

Ríflega sjö þúsund manns hafa pantað í jólahlaðborð veitingastaðanna á nítjándu og tuttugustu hæð Turnsins í Kópavogi.

„Þetta eru um fimm hundruð á kvöldi,“ segir Sigurður Gíslason, framkvæmdastjóri og matreiðslumeistari, og enn sé laust. „Ásóknin kom okkur jú á óvart, en við urðum af jólavertíðinni í fyrra þar sem ekki náðist að opna Turninn í tæka tíð. Þeir sem þá höfðu pantað fengu forgang núna.“ Sigurður segir stemninguna verða í New York-stíl; allt stórt og mikið. Tónlist í anda Bings Crosbys og margra metra jólatré skapi hana.

„Þetta verður í svona útlenskum fíling fyrir okkur Íslendinga sem komumst ekki utan í verslunarferðirnar fyrir jólin.“

Greint frá á mbl.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið