Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay Holdings bætir þrettándu stjörnunni í safnið
Nú um stundir er verið að gefa út Guide Michelin í Bandaríkunum og hafa listar fyrir árið 2009 í eftirfarandi borgum verið opinberaðir, New York, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas.
Las Vegas
Í borginni eru 13 staðir með eina stjörnu, 3 með tvær stjörnur og 1 staður með þrjár stjörnur og er hann á MGM hótelinu og rekin af Joel Robuchon. Það sem vekur athygli við Vegas listann er að á Strip eru staðir sem hafa 14 Michelin stjörnur af 22 sem borgin hefur.
Los Angeles
Í borginni eru 16 staðir með eina stjörnu og 4 staðir með tvær stjörnur, enginn er með þrjár stjörnur. Fjórir nýir staðir fá eina stjörnu, fyrst ber að telja Bastide chef Walter Manzke, næsti er Gordon Ramsey at London, chef Andy Cook, þriðji er Hatfield´s chefs Quinn og Karen Hatfield, fjórði Osteria Mozza chef Nancy Silverton, Mario Batali og Joseph Bastianich og fimmti er Sushi Zo chef Keizo Seki
New York
Í borginni eru 31 staður með eina stjörnu, 7 eru með tvær stjörnur og 4 eru með þrjár stjörnur, þeir sem eru með 3 stjörnur eru, Le Bernardin chef Eric Ripert, Jean Georges chef Jean Georges Vongerichten, Masa chef Masa Takayama, og Per Se chef Thomas Keller.
San Francisco
Í borginni eru 25 staðir með eina stjörnu, sex eru með tvær stjörnur og einn með þrjár stjörnur og er það The French Laundry rekin af Thomas Keller. Fjórir nýir staðir fá eina stjörnu og eru það eftirfarandi staðir: Murry Circle chef Joseph Humphrey, næst ber að telja Plumhed Horse chef Peter Armellino, svo Trevese chef Michal Miller og að lokum Village Pup chef Dmitry Elperin.
Hér kemur listi yfir stjörnur Gordon Ramsay:
Gordon Ramsay at Royal Hospital Road – 3 stjörnur
Gordon Ramsay at Claridge´s – 1 stjarna
Maze London – 1 stjarna
Gordon Ramsay at London New York – 2 stjörnur
Gordon Ramsay at London Los angeles – 1 stjarna
Stjörnur sem eru í dvala:
The Grill room Savoy endurnýjun á húsi – 1 stjarna
Petrus eigandaskipti – 2 stjörnur
The Connaught hotel, lokun – 1 stjarna
Le Noisette, lokað – 1 stjarna
Ef menn vilja skoða listana betur þá er linkurinn www.michelinguide.com/us
Mynd: facebook / Bouchon Bakery / Gordon Ramsay
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur